top of page

 Árangur er ekki tilviljun

Þín heilsa og vellíðan er mín ástríða!

Ég hlakka til þess að vinna með þér og sjá þig stíga inn í kraftinn þinn!

 

Um mig

Ég heiti Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir og ég hef ástríðu fyrir öllu sem við kemur andlegri og líkamlegri heilsu. Ástríða mín varð til þess að ég stofnaði miðil á instagram árið 2020 undir nafninu andlegoglikamlegheilsa í þeim tilgangi að hafa góð og hvetjandi áhrif.

Ég elska að vinna með fólki sem vill ná árangri en síðustu tuttugu ár hef ég unnið við ráðgjöf, þjálfun, kennslu og fræðslu þar sem ég hef fengið tækifæri til þess að vinna með einstaklingum og hópum, halda fyrirlestra fyrir íþróttafólk og vinnustaði og heilsueflandi námskeið. Auk þess fer ég reglulega með hóp kvenna í heilsuferðir erlendis þar sem við styrkjum andlega og líkamlega heilsu.

Ég er fyrrverandi afreks íþróttakona og er með BS í sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf. Auk þess er ég heilsunuddari, með diplómu í kennslufræði, markþjálfi og hef sótt námskeið í næringarráðgjöf. 

Hér á síðunni munt þú finna þá þjónustu sem ég er að bjóða upp á hverju sinni, í þeim tilgangi að koma þér lengra!

  • Instagram
Um Sigrúnu

Andleg og líkamleg þjálfun

Það er óumdeilanlegt að góð andleg og líkamleg heilsa er grundvöllur vellíðanar. Þegar við hugsum vel um bæði líkama og sál, aukast líkurnar á því að við blómstrum, fylgjum draumum okkar og náum árangir í því sem við tökum okkur fyrir hendur. í lífinu.

Hugmyndin að baki æfingakerfinu mínu hefur lengi blundað í mér – að sameina líkamsrækt og sjálfseflingu til að styrkja bæði líkama og sál. Nú er sú draumsýn orðin að veruleika, og ég er spennt að deila henni með þér. Þetta er meira en bara líkamsrækt; þetta er leið til að efla þig, innra sem ytra.

Ef þú hefur áhuga á að vita meira smelltu þá 

  • Instagram
Umsagnir
umsögn - 38 ára kona (1).png
umsögn 3 - Sunna Dís.png
umsögn - 36 ára kona.png
umsögn - Sigrún Halldorsdóttir.png

Hafðu endilega samband

bottom of page