
- andleg & líkamleg heilsa -
SIGRÚN FJELDSTED SVEINSDÓTTIR
Velkomin!
Mig langar að leiða þig í átt að bættri andlegri og líkamlegri heilsu með æfingakerfi sem styrkir bæði líkama og sál. Ástríða mín er að styðja konur í að finna kraftinn sinn í gegnum hreyfingu og sjálfstyrkingu – og nú hef ég hannað æfingakerfi með það að leiðarljósi.
Æfingakerfið hefur nú þegar sýnt fram á að vera árangursríkt, fjölbreytt, skemmtilegt og auðvelt í notkun. Kerfið byggir á minni persónulegu reynslu og faglegri þekkingu, og er hannað þannig að þú getur aðlagað það að þínum markmiðum og þörfum.
Innifalið í prógramminu er:
-
Styrkjandi og öflugar æfingar fyrir líkama og huga
-
Vinnubók sem styður þig í vegferðinni með habit tracker
-
Uppskriftir og fræðsla fyrir hollt og næringarríkt mataræði
-
Aðgangur að samfélagi á facebook
-
Aðgangur að mér á Instagram (@andlegoglikamlegheilsa) þar sem ég er til staðar fyrir þig
-
Afsláttur í Bætiefnabúllunni (25% af ,,Sigrún Fjeldsted pakkanum'' en 20% af öllu öðru)
Þú getur valið á milli:
-
6 vikna prógramms – fullkomið fyrir þig sem vilt prófa og sjá hvernig þessi nálgun hentar þér
-
12 vikna prógramms – fyrir þá sem vilja skuldbinda sig strax og fá sem mest út úr ferlinu á besta verðinu
Þær sem hafa lokið 12 vikum í þjálfun geta sótt um mánaðaráskrift í Limitless sem er æfingaprógram fyrir konur sem vilja vera í formi sem gerir þeim kleift að gera allt sem þeim langar! Limitless kemur þér í þitt besta alhliða form þannig þú veist að þú getur tekist á við hvaða áskorun sem er!
Æfingaprógrammið gefur þér sex æfingar yfir vikuna en þú velur á sunnudegi hversu margar æfingar þú tekur í komandi viku. Til þess að hafa þetta ekki yfirþyrmandi þá opnast ný æfingavika í hverri viku. Ég mæli með að þú gerir ákveðna skuldbindingu við þig varðandi fjölda æfinga á viku og standir við hana. Einnig mæli ég með að skoða æfinguna sem þú ætlar að taka daginn áður, en ef þú þekkir ekki æfingarnar er hægt að smella á video af æfingunni sem er gott að horfa á áður en þú mætir á æfinguna.
Sjálfstyrkingarprógrammið gefur þér eitt verkefni á viku og eins og með æfingarnar þá birtist nýtt verkefni vikulega.
Ef þú fylgir þessu plani þá lofa ég að þú finnur jákvæðar breytingar á líkama og sál!
Hér að neðan getur þú lesið nánar um þær leiðir sem eru í boði.
Ég hlakka til þess að taka þátt í þessu ferðalagi með þér.
