
- andleg & líkamleg heilsa -
SIGRÚN FJELDSTED SVEINSDÓTTIR

6 vikur
Sex vikna þjálfun er helst fyrir þær sem sem vilja öðlast sjálfstæði og sjálfsöryggi í líkamsræktarsalnum og í lífinu. Þetta er fyrir þær sem eru nú þegar að æfa eitthvað en vilja fylgja prógrammi sem byggir markvisst upp þol og styrk. Þetta er fyrir þær sem vilja missa auka óþarfa kíló, byggja upp vöðvamassa og komast í betra alhliða form án öfga.
Þetta er fyrir þær sem eru búnar að vera að leyta að prógrammi sem er skemmtilegt, fjölbreytt og auðvelt að fylgja. Þetta er fyrir þær sem eru ekki alveg vissar um að þær treysti sér strax í 12 vikna skuldbindingu og vilja því byrja á því að prófa í 6 vikur.
Þær sem vilja halda áfram geta skráð sig í næstu 6 vikur og klára þannig 12 vikna prógram sem styrkir þig andlega og líkamlega.
* Samhliða æfingakerfinu er sex vikna sjálfsstyrkingarprógram þar sem þú skoðar stöðuna á þeim þáttum sem hafa mest áhrif á heilsuna þína eins og matarvenjur og svefn, lærir að setja þér markmið, færð hjálp með tímastjórnun og skipulag, tekur styrkleikapróf og finnur gildin þín, praktiserar þakklæti og býrð til skýra framtíðarsýn.
Það sem fylgir 6 vikna þjálfun:
-
Sex líkamsræktar æfingar í viku (tvær fyrir allan líkamann, ein fyrir efri líkama, ein fyrir neðri líkama, ein HITT æfing og ein slow pace æfing)
-
Sex sjálfsstyrkjandi æfingar - vikuleg verkefni
-
Vinnubók til þess að sjá hvar þú ert að gera vel og hvar þú getur gert betur
-
Habit tracker með mikilvægum heilsuvenjum
-
25% afsláttur af ,,Sigrún Fjeldsted'' pakkanum hjá Bætiefnabúllunni og 20% af öðrum vörum
-
Aðgangur að facebook samfélagi sem er á sömu vegferð
-
Heilsusamlegar uppskriftir og food prep
-
Aðgangur að Sigrúnu 24/7
-
Möguleiki á markþjálfun og einkatíma
Verð: 22.900
Skráning: Skilaboð í gegnum andlegoglikamlegheilsa á Instagram



