top of page
SSS Cover-1 (6)_edited_edited.jpg

KOMDU MEÐ TIL KRÓATÍU

Leyfðu þér að dreyma stærra og njóta lífsins til fulls í einstakri ferð sem sameinar æfingar, ævintýri, vellíðan, sjálfstyrkingu og skemmtun í friðsælu og fallegu Makarska í Króatíu.

Heilsuferð til Króatíu

8. - 15. maí 2025

Komdu með í ógleymanlega heilsuferð til Króatíu þar sem lúxus, ævintýri, heilsa og vellíðan mætast! Ef þú ert kona sem elskar að stunda hreyfingu og vilt komast í sól og ævintýralegt umhverfi þar sem andleg og líkamleg heilsa er sett í fyrsta sæti þá er þessi ferð fyrir þig. Markmið ferðarinnar er að skapa rými fyrir konur til þess að finna kraftinn sem í þeim býr í gegnum daglega hreyfingu og sjálfstyrkingu undir handleiðslu Sigrúnar Fjeldsted í drauma umhverfi þar sem  Æfingarnar henta þeim sem eru nú þegar að stunda reglulega hreyfingu en áhersla er á fjölbreytta styrktarþjálfun auk þess sem farið er í reglulegar hlaupa/gönguferðir þar sem allar ættu að fá áskoranir við hæfi. Auk þess er Sigrún með heilsueflandi og sjálfstyrkjandi fyrirlestra og vinnustofur. Þess á milli er nægur  frítími til þess að upplifa frekari ævintýri eða hlaða batteríin. ​Heilsuferðin er ferð sem fær þig til að blómstra! Sigrún fór með hóp til Króatíu í október en það seldist hratt upp í ferðina og færri komust að en vildu. Innifalið • Beint flug með Play til Split, 20 kg. taska + lítil handtaska. •Akstur til og frá flugvelli. •7 nætur á 5* Amines Khalini hotel. •Ríkulegur morgunmatur alla daga. • Æfingar, fyrirlestrar og vinnustofur með Sigrúnu Fjeldsted. VERÐ: 279.000 Á MANN* *m.v. tvíbýli. Aukagjald: 65.000 fyrir einbýli.

  • Instagram
Dubai (2).jpg
Fullkomin ferð! Dagskráin, æfingarnar, fyrirlestrarnir, vinnustofurnar og allt í þessari ferð var upp á 10! Ég fékk svo miklu meira út úr ferðinni en ég hefði getað ímyndað mér. Að fara í svona ferð bara með konum sem eru allar saman í þeim tilgangi að bæta andlega og líkamlega heilsu er ótrúlega hvetjandi og mannbætandi. Sigrúnu tókst að skapa stórkostlegt rými sem var töfrum líkast. Ég mun klárlega fara aftur í svona ferð!

- Linda Guðrún -

Dásamleg ferð í alla staði með fullkomnu jafnvægi af æfingum, fyrirlestrum og slökun. Kom heim í mun betra andlegu jafnvægi og full of orku. Vináttutenglin sem urðu til í ferðinni eru ólýsanleg og eiga eftir að endast lengi. Þessi ferð er það lang besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig!

- Sigrún Halldórsdóttir -

Sú ákvörðun að fara í heilsuferð með Sigrúnu Fjeldsted er sú besta sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig. Æfingarnar voru krefjandi, skemmtilegar og fjölbreyttar
 Skipulagið, fagmennskan og utanumhaldið var til fyrirmyndar svo ég tali nú ekki um allar þær frábæru konur sem ég kynntist í ferðinni. Ég á erfitt með að lýsa í orðum upplifun minni af þessari ferð en mér fannst hún í alla staði frábær. Ég kom heim úr henni endurnærð, bæði á sál og líkama.

- Sunna Dís - 

bottom of page