top of page

Prótein fyrir konur sem stunda hreyfingu

Konur sem stunda líkamsrækt þurfa að neyta meira próteins en þær sem hreyfa sig lítið eða ekki, þar sem prótein gegnir lykilhlutverki í vöðvauppbyggingu, endurheimt og almennri heilsu.

Konur sem eru að stunda styrktar- og þolæfingar ættu að borða ca 1,7 – 2,4 grömm af próteini á hvert kíló líkamsþyngdar daglega. Þannig að kona sem er 65 kíló ætti að borða á milli 111 – 156 gr. Best er að dreyfa þessu yfir daginn og mæli ég með að borða amk 4 máltíðir á dag sem allar innihalda prótein.

Hér er dæmi um dag með fjórum máltíðum þar sem prótein er í aðalhlutverki:


Morgunverður (22,5 gr prótein)

Grísk jógúrt með ávöxtum og chiafræjum

  • 150 g grísk jógúrt (10%): 15 g prótein

  • 2 msk chiafræ: 5 g prótein

  • 50 g bláber eða jarðarber: 0,5 g prótein

  • 10 g möndlur: 2 g prótein


Hádegismatur (36 gr prótein)

Grilluð kjúklingabringa með quinoa og grænmeti

  • 120 g kjúklingabringa: 30 g prótein

  • 50 g soðið quinoa: 4 g prótein

  • 100 g blandað grænmeti : 2 g prótein

  • 1 tsk ólífuolía til eldunar


Millimál (mjög gott líka eftir æfingu 30,5 gr prótein)

Próteinsjeik með banana

  • 30 g próteinduft: 25 g prótein

  • 200 ml ósæt möndlumjólk: 1 g prótein

  • 1 meðalstór banani: 1,5 g prótein

  • 1 msk möndlusmjör: 3 g prótein


Kvöldmatur (36 gr prótein)

Lax með sætri kartöflu og aspas

  • 150 g steiktur eða bakaður lax: 32 g prótein

  • 100 g soðin sæt kartafla: 2 g prótein

  • 100 g aspas: 2 g prótein

  • 1 tsk ólífuolía til eldunar


Þessi matseðill er dæmi um hvernig hægt er að tikka í próteinskammtinn yfir daginn með einföldu og hollu mataræði. Þessi matseðill gefur 125 gr prótein yfir daginn.


Mælt er með að fyrir æfingu borði konur ca 20 - 30 gr af auðmeltanlegum kolvetnum og ca 15 gr prótein til þess að hámarka árangur. Þetta getur verið t.d:

  • Banani með smá hnetusmjöri

  • Ristað brauð/hrískökur og smá grísk jógúrt

  • Hafragrautur með próteini og berjum

  • Skyr með 1/2 banana út í


Eftir æfingu er gott að fá sér ca 20-30 gr af próteini og kolvetni með ( 1–1,2 g af kolvetnum á hvert kíló líkamsþyngdar).


Ég mæli með að þið haldið ykkur við það sem hentar ykkur og það er engin þörf á að fara að telja/vigta matinn í þessai þjálfun. Þessi póstur er aðeins til upplýsinga og fræðslu og vonandi nýtist einhverjum!

Aðrir algengir próteingjafar: egg, fiskur, kjöt, kotasæla, skyr, baunir, temphe og fleira.


ree


Comments


bottom of page