top of page

Mataræði

Updated: Jan 3

Ég er ekki hrifin af kúrum og aðhyllist ekki mataræði sem útilokar ákveðnar fæðutegundir nema að sú fæðutegund hafi slæm áhrif á þig. Ég trúi að hver og einn þurfi að finna hverskonar matur/mataræði hentar því að við erum svo ólík á marga vegu, þó að ákveðnar ,,reglur'' í mataræði gætu hentað flestum. Á meðan einhver matvæli fara vel/illa í mig þá getur því verið akkúrat ólíkt farið hjá þér. Hluti af þjálfun hjá mér er að hver og einn skoði matarvenjur sínar og losi sig við gamlar hugmyndir um mataræði sem eiga mögulega ekki við nein rök að styðjast. Ég vil hvetja konur til þess að nálgast mat en ekki forðast hann!

Að borða hollan, góðan og næringarríkan mat ætti að vera jafn sjálfsagt og að bursta í sér tennurnar. Það er hluti af því að hugsa vel um líkama sinn. Ef þú vilt hugsa vel um líkamann þinn þá er hann hvorki van- né ofnærður.


Mér finnst mikilvægt að við hugum að því hvernig okkur líður af því sem við setjum ofan í okkur og gefum okkur tíma í að læra að þekkja líkama okkar.

Það mataræði sem ég aðhyllist er mataræði sem mér líður vel af, nærir mig vel, gefur mér góða orku og líkaminn minn notar til þess að brenna auka fitu og byggja upp sterka vöðva.


Ég aðhyllist 80/20 reglunni í svo mörgu og er mataræði engin undantekning. Það þýðir að ef 80% af mataræðinu mínu er hollt og nærandi þá er 20% rými fyrir það sem mér finnst gott þó það sé ekki nærandi!

Hér eru þær ,,reglur'' sem virka vel fyrir mig:


• Að hafa ,,matarglugga'' Matarglugginn er tíminn þar sem þú borðar (þær sem hafa fastað vita um hvað ég er að tala). Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum, en hafðu gluggann þinn að hámarki 12 tíma (það þýðir að ef þú færð þér fyrstu máltíð kl 7 að morgni er sú seinasta kl 19 um kvöld). Það má svo leika sér með þetta eftir því hvað hentar en margir nota föstur eins og 16/8 sem þýðir 8 tíma matargluggi. Þetta á ekki að vera heilög regla heldur viðmið sem hentar þér.

• Passa að borða nóg prótein. Flestar konur borða of lítið prótein en ef þú vilt byggja upp og/eða viðhalda vöðvamassa er mikilvægt að borða nóg af próteinum. Það er gott að miða við að borða ca 1,8 - 2,2 gr per kíló af próteinum daglega. Góð regla er að byrja á því að fylla matardiskinn af próteinum áður en annað er sett á diskinn.

Litrík fæða; allt grænmeti og allir ávextir! Þegar 80% af mataræðinu mínu er hollt og ég lifi heilbrigðum lífsstíl er ekkert grænmeti og/eða enginn ávöxtur sem ég sleppi að borða.

Holl og góð fita - hér þarf samt að passa upp á magn því hita er mjög hitaeininarík

Vatnsdrykkja ( 2-4 lítra á dag)


Forðast mikið unnin mat með aukaefnum og allt sem er ,,ekki matur''



ree




Comments


bottom of page