Mömmumúslí
- sigrunfjeldsted
- Feb 1
- 1 min read

Börnin mín gáfu þessu besta múslí veraldar þetta frábæra nafn. Þau skilja ekkert í því að ég skuli ekki framleiða það í tonnavís og selja í Bónus! Ég hugsa að ég láti það vera, en vil endilega deila uppskriftinni svo að fleiri geti notið. Verði ykkur að góðu og njótið vel :
*2 bollar tröllahafrar
*2 bollar hnetur,möndlur og fræ (cashew, graskersfræ og sólblómafræ- set líka pekan hnetur en þær fara inn í ofninn seinna með döðlunum)
*1/3 bolli ólífuolía
*Smá agavesíróp eða hlynsíróp (magn eftir því hversu sætt þið viljið)
*1 tsk kanill, 1 tsk sjávarsalt og 1 tsk vanilla
*1/2 bolli niðurskornar döðlur
Aðferð: Skerið hneturnar og möndlurnar niður og bætið öllu nema döðlunum og pekan hnetunum saman í skál. Sett ofan á ofnplötu og inn í 160 gráðu heitan ofn í ca 20-30 mín. Þá er pekanhnetunum og döðlunum bætt saman við og sett inn í ofn í ca 10 mín í viðbót.
Látið kólna og geymið í gleríláti (geymist hátt í 2 vikur hef ég heyrt en það hefur ekki reynt á það á mínu heimili!) Hvet ykkur til þess að prófa en þetta er frábært í allar máltíðir og sem millimál. Okkar uppáhald er þó að setja múslíið út á gríska jógúrt með jarðaberjum og bönunum




Comments