top of page

Prótein pizza

Ok namm! Ég elska pizzur - súrdeigs - ítalskar - heimagerðar - ikea - tortillu - bara name it - mér finnst flest allar pizzur góðar! Ég borða líka yfirleitt yfir mig þegar ég fæ mér pizzu og oftar en ekki verð ég útþanin, orkulaus og líður ekki vel eftir að hafa borðað þær (mér líður sjaldanst vel í líkamanum né sálinni þegar ég veit að ég er búin að troða of miklu magni af kolvetnum og fitu í magann á mér). Þess vegna var ég mjög glöð þegar ég gerði þessa uppskrift og hún heppnaðist vel því hún er mjög ,,MACROS´' væn og há í próteinum ( þetta er stór botn og eru hlutföllin ca 85 gr prótein - 70 gr kolvetni - 40 gr fita og 980 kcal). Svo breytast hlutföllinn að sjálfsögðu eftir því hvað er sett ofan á pizzuna! Uppskriftiin dugir vel fyrir 2 svanga fullorðna!

En að uppskriftinni sem er súper einföld en ég setti allt í blender:


100 gr tröllahafrar (mala þá í blender í nokkrar sek og þeir verða að hafrahveiti)

400 gr kotasæla og 4 egg sett ofan í hafrahveitið og blandað saman

Slump af salti og oregano


Þetta er svo sett á bökunarpappír og inn í 180 gr heitan ofn í 13 mínútur! Þá tók ég botninn út og setti ofan á hann álegg. Bakaði pizzuna svo með álegginu í ca 10 mínútur á sama hita.

ree

Comments


bottom of page